Aðgerðir stjórnvalda til þess að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldur kórónuveiru eru af margvíslegum toga. Aðgerðirnar eru þríþættar og miða að því að:

A. Tryggja afkomu fólks og fyrirtækja (Hlutastarfaleiðin, Brúarlán til atvinnulífs og Frestun skattgreiðslna),

B. verja grunnstoðir samfélagsins (Laun í sóttkví, Barnabótaauki og Úttekt séreignarsparnaðar)

C. og skapa öfluga viðspyrnu fyrir efnahagslífið (Styrking ferðaþjónustu – Útvíkkun á „Allir vinna“ – Greiðari innflutningur – Fjárfestingaátak) 

Hlutirnir hafa gerst hratt á Alþingi síðustu daga og þann 30. mars sl. voru samþykkt nokkur lög ásamt þingsályktun, allt með það að markmiði að mæta efnahagslegum áhrifum þessa heimsfaraldurs sem nú geisar. Á blaðamannafundi í Hörpu laugardaginn 21. mars kynntu stjórnvöld þennan fyrsta áfanga í aðgerðunum sem nú hefur verið hrint í framkvæmd. Áður höfðu verið samþykkt lög sem taka á réttindum fólks í sóttkví, lækkun starfshlutfalls og frestun helmings af gjalddaga staðgreiðslu og tryggingagjalds sem var á eindaga 15. mars sl. Umfang aðgerða fyrsta áfanga stjórnvalda nemur um 230 ma.kr. eða tæplega 8% af landsframleiðslu

Í þeim aðgerðum sem nú hefur verið í hrint í framkvæmd er m.a. að finna úrræði er lúta að frestun og afnámi opinberra gjalda, ríkisábyrgð á brúarlánum til fyrirtækja, endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna framkvæmda og heimild til úttektar séreignarsparnaðar. Til þess að nýta sum úrræðin þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og liggur mat á því hjá Skattinum. Vinnumálastofnun leikur einnig stórt hlutverk og hefur á undarskömmum tíma sinnt miklum fjölda fyrirspurna og umsókna vegna svokallaðrar hlutastarfaleiðar og vegna launa í sóttkví.   

Við höfum ekki farið varhluta af því að margir eru með spurningar vegna þessara aðgerða. Af því tilefni höfum við m.a. útbúið Reiknilíkan KPMG sem getur gefur launþegum og launagreiðendum vísbendingu um það hvaða áhrif það hefur að sækja um minnkað starfshlutfall og nýta sér úrræðið um atvinnuleysisbætur að hluta en einnig höfum við opnað þjónustuborð þar sem öllum er gefinn kostur á að senda okkur fyrirspurnir um þessi úrræði og við reynum að leysa úr þeim af fremsta megni án endurgjalds.

Nú höfum við tekið saman á einum stað yfirlit yfir aðgerðir stjórnvalda og munum uppfæra þetta vefsvæði jafnóðum ef breytingar verða.

Við vonum að með þessu móti getum við hjá KPMG lagt okkar af mörkum á þessum óvenjulegu tímum.

Hvaða sértæku aðgerðir hafa ríki heims gripið til?

Aðstoð í formi styrkja eða breyttra reglna gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum eru nauðsynleg í baráttunni en eru mismunandi eftir ríkjum heims.

Aðstoð í formi styrkja eða breyttra reglna gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum eru nauðsynleg í baráttunni en eru mismunandi eftir ríkjum heims.