close
Share with your friends

Djúpstæð þekking á þörfum viðskiptavinarins er lykill að góðum árangri í samkeppnisumhverfi nútímans. ​

Finna viðskiptavinirnir styrk í vörumerki sínu? Hvaða aðferðir nýta fyrirtæki til að standa undir væntingum viðskiptavina sinna en á sama tíma skila virði fyrir aðra hagaðila?​

Til að komast nær sannleikanum gerði KPMG könnun meðal meira en 84 þúsund viðskiptavina í 20 löndum. Spurt var hvaða vörumerki stæðust best væntingar viðskiptavina og af hverju. Í meðfylgjandi skýrslu eru niðurstöðurnar raktar og sundurliðaðar eftir markaðssvæðum.​

Kafað var enn dýpra í niðurstöðurnar og reynt að komast að því hvernig leiðandi vörumerki færu að því að skara fram úr á þann hátt sem þau gera. Skýrslan leitast við að veita innsýn í það hvernig framúrskarandi vörumerki leitast við að setja viðskiptavininn í öndvegi, hvernig þau hafa umbylt viðskiptaháttum og í leiðinni bætt hag viðskiptavina sinna og á þann hátt aukið samkeppnisforskot sitt.

Í skýrslunni er unnið með gögn sem aflað var á 1. ársfjórðungi 2019. Minnst er á einstök fyrirtæki og vörumerki í þeim tilgangi að greina frá niðurstöðum könnunar en ekki ætti að túlka það sem sérstakt lof eða last af hálfu KPMG International eða annarra aðildarfyrirtækja KPMG.​

Hafðu samband