close
Share with your friends

Mikilvægt framlag Landspítalans til alþjóðlegrar gæðamenningar í heilbrigðisþjónustu

Uppbygging og viðhald stöðugra umbóta

Í nýrri og ítarlegri skýrslu KPMG eru dregin fram í dagsljósið tólf mikilvæg atriði (e. foundational truths) sem stjórnendur í heilbrigðisþjónustu hafa nýtt til að ýta undir og viðhalda menningu stöðugra umbóta.

1000

Tengt efni

Þessi skýrsla KPMG byggir á viðtölum við 20 leiðtoga hjá 15 stofnunum í 8 löndum. Einn þeirra sem rætt var við var Páll Matthíasson forstjóri Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH). Innlegg hans í heildarmyndinni er afar mikilvægt og dæmi tekið af því hvernig starfsemi sjúkrahússins var aðlöguð að breyttum aðstæðum eftir efnahagshrun með aðferðum straumlínustjórnunar, bættum stjórnunarháttum og menningu stöðugra umbóta.

Eitt af þeim tólf atriðum sem dregin eru fram í skýrslunni er að stundum þurfi að fara sér hægt til að ná árangri. Úrbætur þarfnast jafnvægis í hugsun og krefjast skipulagningar til margra ára. Ný og bætt menningin er ekki sköpuð á einum degi, sérstaklega ekki í heilbrigðisþjónustu. Tilraunir til umbóta reynast oft skammlífar og þekkt er að löngu breytingaferli fylgir oft þreyta sem þarf að yfirvinna. Skyndilausnir eiga ekki heima innan ferlis stöðugra umbóta. Leiðtogar verða stundum að stíga varlega til jarðar og sýna þolinmæði og þrautseigju. 

Vinna Páls Matthíassonar og annarra stjórnenda hjá LHS er tekin sem dæmi um vel heppnað langtímaferli. Eftir efnahagshrunið árið 2008 voru fjárframlög til spítalans skorin mikið niður og árið 2011 var reksturinn verulega erfiður. Stjórnendur stóðu frammi fyrir mjög alvarlegum vanda og áskorunum sem virtust nánast óyfirstíganlegar. Fyrstu skrefin voru tekin með aðstoð sérfræðinga í straumlínustjórnun og sú vinna hefur farið stöðugt vaxandi.

Umbótaverkefni hafa m.a. skilað sér í lægri tíðni spítalasýkinga og löngum tímabilum án óheppilegra atvika af því tagi. Árið 2011 voru um 5% umbótaverkefna talin hafa heppnast vel en 85% árið 2015. Full þátttaka æðstu stjórnenda hefur skipt sköpum í þessu ferli sem og mikilvægar breytingar á menningu og tungutaki. Nú er t.d. frekar talað um „minni sóun“ en „niðurskurð“.

Páll telur að lykilatriði í þessu ferli hafi verið:

  1. Skýr sýn á gæðaferli og endurhönnun viðskiptaferla.
  2. Gott upplýsingaflæði til heilbrigðisstarfsfólks t.d. í formi stuttra kynningarmyndbanda.
  3. Viðurkenning á að sjálfbærni krefst sífellt nýrra hvata og stuðnings. Verkefninu er í raun aldrei lokið og mikilvægt er að leita til utanaðkomandi ráðgjafa til að viðhalda orku og flæði.

Haft er eftir Páli í skýrslunni að byrja þurfi á stjórnsýslunni. Leiðtogar þurfi að tileinka sér þá hugsun að umbætur snúist um ferðalagið en ekki áfangastaðinn. Ferlið sé langt og strangt og þegar einum áfanga sé náð þá skuli strax stefnt á næsta. Hann bendir jafnframt á að utanaðkomandi aðstoð sé nauðsynleg og að jafningjarýni stofnanna í sambærilegum aðstæðum sé æskileg.

KPMG á Íslandi hefur unnið með LSH að stöðugum umbótum síðustu misseri og fagnar aðkomu LSH að þessari merku skýrslu.

© 2020 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International Cooperative (KPMG International), svissnesku samvinnufélagi. Allur réttur áskilinn.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði