Ert þú á réttri leið?

Í kviku og síbreytilegu starfsumhverfi er mikilvægt að yfirfara og uppfæra stefnuna reglulega. Breytingar einkenna starfsumhverfið, hvort sem þær lúta að þörfum viðskiptavina, tækni, kostnaðaraukningu, harðnandi samkeppni eða öðru. Stjórnendur fyrirtækja  og stofnana standa því frammi fyrir margvíslegum tækifærum og áskorunum.

 

Varstu á leiðinni hingað: COVID-19 | Áhrif á reikningsskil

Á réttri leið?

Á réttri leið?

Vinnustofa með KPMG

Vinnustofa með reyndum ráðgjöfum KPMG getur verið gott fyrsta skref fyrir stjórnendur til að sjá tækifærin og móta viðbrögð við mögulegum ógnunum. Með skipulögðum hætti er farið yfir fjárhags-, viðskipta- og rekstrarþætti, staðan kortlögð, áskorunum flaggað og tækifæra leitað. 

Niðurstöður vinnustofu nýtast til að taka markviss skref í átt að bættum rekstri og auknu virði hvort sem í því felast ákveðnar aðgerðir eða stefnumótunarferli. 

Beitt er mismunandi nálgun við mat á starfsemi og mótun stefnu, allt eftir stöðu og þörfum viðskiptavina hverju sinni. Byggt er á alþjóðlega viðurkenndum aðferðum þróuðum innan KPMG og mikilli þekkingu og reynslu starfsfólks KPMG.