close
Share with your friends

KPMG innri endurskoðun – 10 mikilvægustu atriðin 2018.

Íhugunarefni fyrir áhrifamiklar endurskoðunardeildir

Í samkeppnisumhverfi þar sem stöðugt eiga sér stað breytingar glíma fyrirtæki við sífelldar nýjar áskoranir, s.s. nýjar lagalegar kröfur, breytingar á reikningsskilastöðlum, áhættu vegna tengsla við þriðja aðila o.fl. Í öllum áskorunum leynast bæði áhættur og tækifæri. Mjög áríðandi er að greina á milli þessara tveggja þátta. Samkvæmt nýlegri könnun („Seeking Value through Internal Audit“) töldu aðeins 10% forstjóra og endurskoðunarnefnda að innri endurskoðun greindi nægjanlega vel og brygðist við yfirvofandi áhættum. Í raun getur innri endurskoðun gengt mikilvægu hlutverki við að aðstoða fyrirtæki við að stjórna áhættum. 

Til að veita fyrirtækjum sem mest virði þarf innri endurskoðun að greina tækifæri til að storka óbreyttu ástandi í þeim tilgangi að draga úr áhættu, bæta innra eftirlit og koma auga á möguleika fyrir aukna skilvirkni þvert á fyrirtækið.

Til að aðstoða innri endurskoðunardeildir við að ná þessum markmiðum er hér birt grein „KPMG Internal Audit: Top 10 in 2018 – Considerations for impactful internal audit departments“ sem dregur fram atriði sem innri endurskoðun ætti að leggja áherslu á svo að hún sé virðisaukandi fyrir fyrirtækið og hámarki áhrif sín innan þess.