close
Share with your friends

Suðurnes 2040

Suðurnes 2040

Sviðsmyndir um mögulega þróun atvinnulífs á Suðurnesjum árið 2040

Sviðsmyndir um mögulega þróun atvinnulífs á Suðurnesjum árið 2040

KPMG hefur í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og Isavia unnið sviðsmyndir um framtíð atvinnulífs á Suðurnesjum til ársins 2040. 

Atvinnulíf á Suðurnesjum hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Í kjölfar áfalla í tengslum við brotthvarf  Bandaríkjahers og alþjóðlegt efnahagshrun hefur orðið ótrúleg uppbygging í atvinnulífi á svæðinu. Ljóst er að ferðaþjónusta á svæðinu og starfsemi á Keflavíkurflugvelli mun hafa mikil áhrif á atvinnulíf á Suðurnesjum næstu ár og jafnvel áratugi. Sú staða var ekki sjáanleg fyrir fáeinum árum síðan og getur vitaskuld breyst hratt. Ekki er langt síðan sjávarútvegur var aðal atvinnugrein svæðisins. Sú áhersla hefur að miklu leyti  færst yfir á ferðaþjónustu og þjónustu við flugstarfsemi. Þrátt fyrir það er sjávarútvegur ennþá sterk atvinnugrein á svæðinu, sérstaklega í Grindavík, Sandgerði og Garði.

Framtíðaruppbygging atvinnulífs á Suðurnesjum mun að öllum líkindum ráðast að miklu leyti af fjölda alþjóðlegra samgöngutenginga, ekki síst beinna flugtenginga. Einnig mun skipta máli hvort áhersla verði lögð á virðisaukandi framleiðslu og þjónustu eða á magn og fjölda. Í sviðsmyndunum er komið inn á þessa og fjölmarga aðra óvissu-  og áhrifaþætti þegar kemur að framtíð atvinnulífs á Suðurnesum.

Hér má nálgast samantekt verkefnisins sem inniheldur auk sviðsmyndanna sjálfra talsvert magn upplýsinga um stöðu atvinnulífs á Suðurnesjum.

Hafðu samband