Hæfnisstuðull fyrir sjálfkeyrandi bíla 2018 - KPMG Ísland
close
Share with your friends

Sjálfkeyrandi bílar og hæfnisstuðull þjóða til innleiðingar

Hæfnisstuðull fyrir sjálfkeyrandi bíla 2018

Hæfnisstuðull fyrir sjálfkeyrandi bíla 2018, sýnir hvaða þjóðir eru frekar reiðubúnar fyrir sjálfkeyrandi bíla en aðrar.

1000
Steinþór Pálsson

Partner

KPMG á Íslandi

Hafðu samband

Tengt efni

projection-of-green-laser-light-car-against-dark-background

Sjálfkeyrandi bílar og önnur sjálfvirk farartæki er framtíðin. Um það eru fræðingar og frammámenn í tækni og vísindum sammála enda slík farartæki þegar í tilraunanotkun. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær  tæknin og löggjöfin verða komin á það stig að akstur einkabíls eins og við þekkjum hann í dag heyri sögunni til.

Tækniþróunin er hröð og hraði nýsköpunar eykst. Þetta veldur umbyltingu sem óhjákvæmilega mun breyta ýmsu í okkar daglega lífi. Ekki bara hvernig við ferðumst milli staða heldur svo mörgu öðru í athöfnum hversdagsins - í vinnu og einkalífi. Ef vel tekst til mun þessi umbylting færa okkur aukið ferðafrelsi - okkur öllum, alltaf og alls staðar.  

Ágóðinn er margþættur. T.d. má gera ráð fyrir að ferðatíminn nýtist betur. Í stað þess að einbeita okkur að akstrinum getum við unnið eða bara flett í gegnum fréttamiðlana með góðri samvisku. Jafnvel slakað á og hvílt okkur. Þegar litið er til þeirra hundruð þúsunda sem látast í bílslysum á hverju ári verður samfélagslegur ágóði augljós og eins varðandi þá sem ekki geta ferðast með sjálfstæðum hætti í dag vegna aldurs eða fötlunar.

Sjálfkeyrandi bílar - skýrsla KPMG og fjórar stoðir innleiðingar

Áskoranirnar eru líka fjölþættar og mörgum spurningum er enn ósvarað. Nýlega gaf KPMG út afar áhugaverða og ítarlega skýrslu um hæfni þjóða til að takast á við þessar áskoranir. Í henni eru þær metnar út frá fjórum grunnstoðum. Þær eru í fyrsta lagi stefna og löggjöf, öðru lagi staða tækni og nýsköpunar, þriðja lagi innviðir og í fjórða lagi viðhorf neitanda. 

Í skýrslunni er hæfnisstuðull 20 þjóða metinn. Niðurstöðurnar eru í grófum dráttum þær að Holland skorar hæst og fast þar á eftir koma Singapúr, Bandaríkin og Svíþjóð. Botninn verma Brasilía, Rússland, Mexíkó og  Indland. Því miður er hæfnisstuðull Íslands ekki metinn en út frá forsendum skýrslunnar (sem eru raktar ítarlega í henni) geta lesendur reynt að máta okkur þarna inn.

Hvað sem því líður eru allir hvattir til að kynna sér skýrsluna vel og láta sig málið varða. Hvernig heldur þú að staðan verði eftir 5-10 ár eða 10-20? Hvernig komumst við hjá því að dragast afturúr og missa af lestinni? Getum við nýtt okkur smæð og sveigjanleika íslensks samfélags til að vera skrefi á undan öðrum? Getur það veitt okkur samkeppnisforskot? Segðu þína skoðun.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

Óska eftir tilboði