close
Share with your friends

Í stafrænum heimi, treystir þú gögnunum?

Í stafrænum heimi, treystir þú gögnunum?

Skýrsla KPMG International’s Guardians of Trust kannar þróun á trausti í stafrænum heimi.

1000

Frekari upplýsingar veitir:

Davíð Kr. Halldórsson

Partner

KPMG á Íslandi

Hafðu samband

Tengt efni

Viðskiptalegar ákvarðanir byggja í auknum mæli á gögnum og gagnagreiningu. Gríðarleg tækifæri eru fyrir fyrirtæki og stjórnendur í nýtingu skrifstofuþjarka, rafrænna ferla og gervigreindar við rekstur. En tækninýjungum fylgja líka nýjar ógnir og aukinn nýting gagna við rekstur kallar á aukna þörf á áreiðanleika þeirra. Áreiðanleiki gagna er meðal helstu áskorana í rekstri framtíðarinnar.

Traust er nú talinn einn helsti mælikvarðinn á það hvort árangur næst í rekstur eða ekki  . Traust er undirstaða orðspors, ánægju viðskiptavina, hollustu þeirra og annarra óefnislegra verðmæta. Traust er líka grundvöllur þess að virkja starfsfólk, virkni alþjóðlegra markaða auk þess að draga úr óvissu og auka sveigjanleika.

En traust kemur ekki af sjálfu sér og í viðskiptaumhverfi nútímans snýst það um meira en vörumerki, vöru, þjónustu og fólkið sem stendur þar að baki. Traust á þeim gögnum sem ákvarðanir byggja á, greiningu þeirra og tækninni sem nýtt er er líka nauðsynlegt.

KPMG International hefur nú gefið út skýrslu sem nefnist Guardians of trust (eða Verndarar trausts eins og það gæti útlagst á íslensku). Skýrslan er unnin uppúr könnun sem yfir 2.200 stefnumótandi sérfræðingar í upplýsingatækni og  stjórnun fyrirtækja tóku þátt í. Í henni er greint hvernig eðli trausts þróast í starfrænum heimi og bent er á tilhneigingar og grundvallarbreytingar á þessu sviði. 

Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að nýjar vinnuaðferðir og ákvarðanaferlar krefjast forvirkrar stjórnunar og aukins eftirlits varðandi greiningar. Ábyrgðarhlutverk þarf að taka til endurskoðunar og nýta þarf þau tækifæri sem gefast til að efla og tyggja traust á gögnum og greiningu þeirra. Í skýrslunni má finna ýmis góð ráð og vísbendingar sem stjórnendur geta nýtt sér. 

En skiptir þetta einhverju máli fyrir þig og þinn rekstur? - Já að sjálfsögðu því að í skýrslunni er bent á að 61% æðstu stjórnenda meta það í algjörum forgangi að byggja upp traust en þrátt fyrir það byggja aðeins 35% ákvarðana er varða upplýsingatækni á því sama.

Skoðaðu áhugavert og upplýsandi myndrit hér fyrir neðan og kynntu þér skýrsluna í heild hérna og einnig má sjá áhugavert myndband hér.

KPMG hefur áralanga reynslu í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir í að byggja upp öruggt upplýsingatækniumhverfi, þar sem lögð er áhersla á öruggan rekstur upplýsingakerfa og áreiðanleika gagna. Kynntu þér upplýsingatækniráðgjöfina okkar og vertu í sambandi.

Guardians of Trust infographic

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði