Nýsköpun er besta sóknin

Nýsköpun er besta sóknin

KPMG hefur að undanförnu þróað lausnir fyrir starfandi fyrirtæki. Markmiðið með þeim lausnum er að laða starfsfólk til þátttöku í nýsköpun og gera nýsköpun innan fyrirtækjanna markvissari og skilvirkari en áður.

1000

Tengt efni

Nýsköpun er mikilvægur þáttur í öllum fyrirtækjarekstri. Hérlendis hefur nýsköpun að mestu verið tengd við sprotafyrirtæki en innan allra starfandi fyrirtækja á sér stað nýsköpun í einhverjum mæli á hverjum degi.  

Í nýlegri könnun KPMG á meðal 1.200 forstjóra um allan heim kom fram að stjórnendur hafa verulegar áhyggjur af nýsköpun innan sinna fyrirtækja. Þeir óttast að viðskiptavinir hverfi til samkeppnisaðila og að viðskiptamódelin þeirra verði fljótt úrelt. Stjórnendur á Íslandi geta ekki horft framhjá þessari þróun og verða að mæta henni með árangursríkum aðgerðum.  

Okkar lausnir til að bregðast við þessari þróun sameina þekktar aðferðir í nýsköpun og hefðbundin vöruþróunarferli. Þær eru sérsniðnar að þörfum hvers fyrirtækis og felast m.a. í vinnusmiðjum, nýsköpunarráðgjöf og „hringrás“ nýsköpunar innan fyrirtækja.  

Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á að kynna sér málið nánar þá bendum við á að hægt er að hafa beint samband við ráðgjafa okkar. 

© 2021 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International Limited, ensku félagi með takmarkaða ábyrgð. Allur réttur áskilinn.
 

Nánari upplýsingar um skipulag alþjóðlegs nets KPMG má finna á https://home.kpmg/governance.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði