Stjórn og ráðgjafar

Í lögum eru gerðar ákveðnar lágmarkskröfur til fjölda stjórnarmanna. Fyrirtæki í vexti ættu að huga að fjölgun stjórnarmanna því mikilvægt er að draga að mismunandi reynslu og þekkingu að borðinu snemma í vaxtarferlinu.

Stjórn

Hlutverk og skyldur félagsstjórnar eru margvísleg:

  • Móta stefnu fyrirtækis.
  • Fylgjast með frammistöðu.
  • Hvetja stjórnendur og veita aðhald.
  • Tryggja viðunandi stjórnunar- og eftirlitskerfi og verkferla til að standa vörð um eignir fyrirtækis.
  • Gæta þess að áhættu sé stýrt með viðunandi hætti.
  • Að sjá til þess að reglum um góða stjórnarhætti sé fylgt.
  • Tryggja skilvirk samskipti stjórnenda innan fyrirtækis.
  • Samskipti við lánardrottna og viðhalda trausti þeirra.

Skipan stjórnar

Misjafnt er hvernig stjórnir fyrirtækja eru skipaðar og fer það m.a. eftir félagsformi. Einkahlutafélög eru sveigjanlegust en þar nægir að aðeins sé einn stjórnarmaður kosinn og einn varamaður. Algengt er að stjórn fyrirtækja samanstandi af:

  • Formanni stjórnar sem ber ábyrgð á að stjórnarfundir séu haldnir og dagskrá funda auk þess sem hann miðlar upplýsingum milli stjórnar og framkvæmdastjóra.
  • Öðrum stjórnarmönnum sem koma úr hópi hluthafa.
  • Utanaðkomandi aðilum sem ekki koma úr hópi hluthafa en koma með reynslu, sérþekkingu, tengslanet og hlutlægni að borðinu.

Áður en lagt er í að fjölga í stjórn félags getur verið ráðlegt að setja fyrst á stokk ráðgefandi nefnd, skipaða mönnum utan fyrirtækisins. Þetta gefur tækifæri á að kynnast fyrirhuguðum stjórnarmönnum áður en þeir eru kosnir í stjórn.

Sérfræðiráðgjafar

Sérfræðiráðgjafar geta reynst mikilvægur liðsstyrkur og viðbót við þekkingu og reynslu innan fyrirtækis.

Meðal ráðgjafa sem algengt er að leita til má nefna:

  • Endurskoðendur.
  • Lögfræðingar.
  • Fjármálasérfræðingar.
  • Sérfræðingar í markaðsmálum.

Þegar ytri ráðgjafar eru valdir

  • Vertu viss um að þeir hafi sérþekkingu á því sviði sem fyrirtæki þitt starfar og mæti kröfum um tæknilega þekkingu.
  • Athugaðu ferilskrá þeirra og kannaðu hvaða orðspor fer af þeim.
  • Veldu þá sem geta aukið verðmæti félagsins með því að sýna frumkvæði og komið með nýjar hugmyndir að borðinu.
  • Kannaðu á hverju þóknanir til þeirra byggjast. Einbeittu þér fyrst og fremst að virði ráðgjafarinnar og þjónustunnar, ekki bara kostnaðinum.
  • Vertu viss um að ráðgjafarnir séu nægjanlega vel í stakk búnir að takast á við þau vandamál sem upp kunna að koma samfara vexti fyrirtækisins.

Notaðu ráðgjafana skynsamlega. Að leita til ráðgjafa í miklum mæli getur haft í för með sér háan kostnað. Að leita of lítið til ráðgjafa getur hins vegar leitt til óhagkvæmrar nýtingar á tíma starfsfólks fyrirtækisins og mögulega dýrra mistaka.