Bókhald og skattskil

Öllum íslenskum fyrirtækjum ber skylda að halda bókhald. Við getum hjálpað þér að tryggja að þú og þinn rekstur uppfylli lagafyrirmæli og reglur.

Nákvæmt og uppfært bókhald mun:

  • Veita lykilupplýsingar um reksturinn með reglubundum hætti.
  • Spara umtalsverða vinnu og útgjöld þegar kemur að því að ganga frá ársreikningi og framtali.
  • Uppfylla þær kröfur sem gerðar eru af skattyfirvöldum og öðrum aðilum.
  • Auka virði félagsins, með því að einfalda alla vinnu við áreiðanleikakannarnir vegna nýrra fjárfesta eða sölu félagsins.

Í upphafi

  • Vandvirkni og nákvæmni eru forgangsatriði.
  • Haltu vandlega utan um öll gögn.
  • Láttu allar greiðslur, til þín og frá þér, fara í gegnum bankareikning rekstrarins.
  • Leitaðu aðstoðar ef þig skortir þekkingu. 
  • Uppfylltu skattalegar skyldur.
  • Við val á bókhaldshugbúnaði hafðu í huga að hann geti nýst þér áfram eftir því sem félagið stækkar, sérstaklega ef horft er til stjórnendaupplýsinga.

Eftirlit

Fjármagn mun mögulega vera af skornum skammti, svo eftirlit og utanumhald fjármagns skiptir miklu máli. Traust eftirlit mun einnig auka trú manna á fjármálastjórn félagsins. Einbeittu þér að:

  • Mánaðarlegum bankaafstemmingum, til að tryggja vandvirkni og nákvæmni.
  • Berðu saman útgjöld og áætlanir og veltu fyrir þér fjármögnunarleiðum. Endurskoðaðu útgjöld reglulega til að lágmarka óþarfa eyðslu.
  • Yfirfarðu og aflaðu þér skilnings á tekjum fyrirtækisins. Hvernig standast áætlanir og mat á magni, verði og öðru því sem stýrir vali viðskiptavinarins?
  • Er afkoma í samræmi við væntingar? Ef ekki, af hverju ekki?
  • Fylgstu náið með viðskiptamannareikningum og birgðum til að tryggja að fjárbinding í þessum þáttum sé eðlileg.