Þjónusta fyrir sveitarfélög

Verkefni sveitarfélaga eru fjölbreytt og krefjandi. Sérfræðingar KPMG hafa mikla og víðtæka reynslu af því að vinna fyrir sveitarfélög. Mikilvægi góðrar verkefnastýringar og að halda góðri yfirsýn yfir verkefni í þverfaglegu vinnuumhverfi hefur sjaldan verið mikilvægara.

Með aðgengi að Verkefnastofu KPMG fá sveitarfélög aðgang að okkar færustu sérfræðingum sem hafa áralanga reynslu af því að stýra stórum og flóknum verkefnum. Okkar markmið er að vera til staðar og aðstoða starfsfólk með verkefni, auka yfirsýn þeirra og bæta hæfni.  

Stjórnendamælaborð sveitarfélaga

KPMG hefur þróað og innleitt stjórnendamælaborð hjá mörgum sveitarfélögum sem hjálpa stjórnendum að auka yfirsýn og bæta vinnulag. Slík mælaborð sækja fjárhagsupplýsingar í fjárhagsupplýsingakerfi sveitarfélaga og birta rauntímaupplýsingar í gagnvirku viðmóti.  

Við aðstoðum sveitarfélög með:

  • Markmiðasetning í fjármálum
  • Ráðgjöf í upplýsingatækni
  • Endurskoðun
  • Verkefnastýring hjá sveitarfélögum
  • Reikningsskil
  • Lögfræði – og skattaráðgjöf
  • Áætlanagerð sveitarfélaga
  • Stjórnendamælaborð
  • Áætlanalíkan KPMG við fjárhagsáætlanagerð
  • Ráðgjöf á sviði sjálfbærni
 
  • Stafræn þróun