Fyrirtæki þurfa að vera á stöðugu varðbergi fyrir þeim rekstraráskorunum sem tilkoma nýrrar tækni, breytts viðhorfs og krafna viðskiptavina, samstarfsaðila og stjórnvalda á hverjum markaði fyrir sig bera með sér.

KPMG getur aðstoðað 

Sérfræðingar KPMG, hér á landi sem og erlendis, búa að mikilli þekkingu og reynslu á umhverfi og starfsemi fjármálafyrirtækja til að aðstoða stjórnendur við að takast á við áskoranir og ná árangri. 

Þjónusta okkar við fyrirtæki í greininni er mjög fjölbreytt en þar má helst nefna:

  • Árangur í rekstri
  • Sjálfbærni
  • Stafræn tækni
  • Áhættustýring
  • Skattar, lög og reglur
  • Reikningsskil og endurskoðun 
  • Áreiðanleikakannanir
  • Bókhald og launavinnsla

KPMG er ákjósanlegur samstarfsaðili fyrirtækja í fjármálastarfsemi hvort sem horft er til þekkingu, reynslu eða þess fjölbreytta vöruframboðs sem viðskiptavinir geta gengið að.