Skattafróðleikur KPMG verður haldinn þriðjudaginn 31. janúar kl. 9:00-10:30 á Hótel Nordica. Þar munum við fjalla um helstu skattalagabreytingar. Einnig verður fjallað um það sem efst er á baugi í skattamálum, svo sem málefni tengd virðisaukaskatti, skattlagningu á fjarvinnu milli landa og þróun í alþjóðlegum skattamálum.

Skattafróðleikurinn verður tekinn upp og verður hægt að nálgast upptökuna hér á þessari síðu að fundi loknum.

Dagskrá:

Skattalagabreytingar

Guðrún Björg Bragadóttir, verkefnastjóri hjá KPMG Law
 

Byggingarstarfsemi og VSK

Flækjustig, hagræði og ávinningur

Kristinn Jónasson, lögmaður og verkefnastjóri hjá KPMG Law
 

Fjarvinna milli landa: Skattaleg álitaefni

Davíð Freyr Guðjónsson, lögfræðingur hjá KPMG Law
 

Nýtt af vettvangi alþjóðlegra skattareglna

Ása Kristín Óskarsdóttir, lögmaður og verkefnastjóri hjá KPMG Law
 

Fundarstjóri:

Ágúst Karl Guðmundsson, lögmaður og eigandi hjá KPMG Law

informative image