Skattafróðleikur KPMG

Skattafróðleik KPMG var streymt miðvikudaginn 3. febrúar sl. Hér er hægt að nálgast streymið og efni frá fróðleiknum.

Skattafróðleik KPMG var streymt miðvikudaginn 3. febrúar sl. Streymið er aðgengilegt hér.

Dagskrá

Skattalagabreytingar og aðrar lagabreytingar
Guðrún Björg Bragadóttir sérfræðingur hjá KPMG fer yfir helstu lagabreytingar á sviði skatta og COVID-19 tengdar lagabreytingar - auk annarra atriða sem er mikilvægt að vita.

Skattastjórnun: Hver er skattastefna fyrirtækja? 
Soffía Eydís Björgvinsdóttir
lögmaður og sviðsstjóri skattamála hjá KPMG Law fjallar um hlutverk skatta í umræðu um sjálfbærni og hvort skattar eru að spila inn í ákvarðanatöku og stefnumótun fyrirtækja.

Skattar og sjálfbærni
Bjarni Herrera
sjálfbærniráðgjafi hjá KPMG fer yfir sjálfbær fjármál og sjálfbærniskýrslur og hvernig skattar eru hluti af ESG upplýsingagjöf. 

Skattasporið og skattamál sem hluti af ESG
Ágúst Karl Guðmundsson
lögmaður hjá KPMG Law fjallar um skattamál sem hluta af ESG. Þá fjallar hann um Skattasporið en það er afurð KPMG sem aðstoðar fyrirtæki við ná heildarsýn yfir skattamál sín.

informative image