COVID-19 - Áhrif á ársreikninga 2020 vegna leigusamninga

Á námskeiðinu verður farið yfir möguleg áhrif atburða sem tengjast COVID-19 heimsfaraldrinum á færslu leigusamninga

Á námskeiðinu verður farið yfir möguleg áhrif atburða sem tengjast COVID-19

Á námskeiðinu verður farið yfir möguleg áhrif atburða sem tengjast COVID-19 heimsfaraldrinum á færslu leigusamninga og tengda upplýsingagjöf samkvæmt reglum alþjóðlegs reikningsskilastaðals IFRS 16 Leigusamningar. Farið verður yfir dæmi um áhrif leiguívilnana á reikningsskil leigutaka, færslu sölu og endurleiguviðskipta, endurmat á leigutíma og upplýsingagjöf í skýringum.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Jóhann I. C. Solomon og Unnar F. Pálsson, löggiltir endurskoðendur hjá KPMG og Svanhildur Skúladóttir, reikningsskilasérfræðingur hjá KPMG.

Námskeiðið gefur 1,5 endurmenntunareiningu í flokknum reikningsskil og fjármál. 

informative image