KPMG og Dokkan voru með beina útsendingu 24. mars sl. Fjallað var um hagnýt atriði er varðar rekstur í ólgusjó. Bergur Ebbi var gestur á fundinum.
Hér má sjá upptöku af beinni útsendingu KPMG og Dokkunnar sem fram fór 24. mars sl.
Óvæntar utanaðkomandi aðstæður geta leitt til mikillar óvissu. Þá er mikilvægt að ná tökum á stöðunni og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að marka stefnu í gegnum áskoranirnar fram undan.
Þegar tekjur dragast skyndilega saman, fjárstreymi þornar upp og erfitt er að gera áreiðanlegar áætlanir er mikilvægt að ná tökum á stöðunni fljótt. Þá þarf að gera viðeigandi ráðstafanir og eiga skipulögð samskipti við alla sem hafa hagsmuna að gæta í því að reksturinn verði varinn.
Í þessari beinu útsendingu KPMG og Dokkunar var fjallað um ýmis hagnýt atriði er þetta varðar. Við fengum einnig Berg Ebba til að vera með okkur og koma með sjónarhorn sérfræðings í framtíðarfræðum.