Fróðleiksfundur KPMG

Áhugaverður fróðleiksfundur þar sem fjallað verður um skattalagabreytingar og áreiðanleikakannanir - undirbúningur þeirra og mikilvægi.

Á fundinum verður m.a. fjallað um breytingar á lögum og mikilvægi áreiðanleikakannanna

Hér má nálgast rafræna útgáfu af skattabæklingi KPMG 2020

Dagskrá

Skattalagabreytingar og aðrar lagabreytingar
Guðrún Björg Bragadóttir 
sérfræðingur hjá KPMG fer yfir helstu lagabreytingar á sviði skatta og rekstrar auk annarra atriða sem er mikilvægt að vita. 

Áreiðanleikakönnun fjárfesta við fyrirtækjakaup 
Árni Jón Pálsson hjá Alfa Framtak sem rekur 7 ma. kr. framtakssjóð mun fjalla um af hverju áreiðanleikakönnun er fjárfestum svona mikilvæg og hvernig fyrirtæki geta verið tilbúin. 

Áhrif vandaðs undirbúnings og framkvæmdar við gerð áreiðanleikakannanna á virði og seljanleika fyrirtækja
Höskuldur Eiríksson
lögmaður hjá KPMG Lögmönnum mun fjalla almennt um tilgang og markmið áreiðanleikakannanna og hvernig koma megi í veg fyrir óþarfa virðisrýrnun hlutafjár við undirbúning og framkvæmd þeirra.

Áreiðanleikakannanir hér á landi 
Soffía Eydís Björgvinsdóttir
lögmaður hjá KPMG Lögmönnum og Guðrún Björk Stefánsdóttir sérfræðingur á ráðgjafarsviði KPMG fara yfir þróun í áreiðanleikakönnunum hér á landi og hvað er framundan í þeim efnum.

Pallborðsumræða

Árni Jón og sérfræðingar KPMG ræða um reynslu sína í kaup- og söluferli fyrirtækja.

Fundarstjóri er Ásgeir Skorri Thoroddsen

Boðið er upp á léttan morgunverð og er þátttaka án endurgjalds - en skráning er hér.

Að venju verður skattabæklingi KPMG dreift frítt, en hann er aðgengilegt hjálpargagn þegar kemur að upplýsingum um skatta og skyldur einstaklinga og fyrirtækja.

Að þessu sinni verður einnig boðið upp á beina útsendingu frá fróðleiknum. Link á beina útsendingu verður að finna HÉR.

 

informative image