Námskeið: Regluverk og eftirlit með ársreikningum

Þriðjudagur 10. desember í Borgartúni 27

Þriðjudagur 10. desember í Borgartúni 27

Á námskeiðinu verður fjallað um áhersluatriði ársreikningaskrár vegna skoðunar á ársreikningum félaga fyrir árið 2019, þ.e. almenn áhersluatriði sem eiga við um öll félög, sérstök áhersluatriði vegna félaga sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og atriði er varða þau félög sem birta skulu ófjárhaglegar upplýsingar. Auk þess verður fjallað um áhersluatriði Evrópska verðbréfaeftirlitsins (ESMA) vegna félaga sem beita stöðlunum en ársreikningaskrá er meðlimur í ESMA og eiga þau áhersluatriði því jafnframt við um skráð félög á Íslandi sem beita stöðlunum. Auk þess verður fjallað um nýlega reglugerð nr. 696/2019 um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga og frumvarp um breytingu á lögum um ársreikninga er lúta að skilum á ársreikningum.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Unnar Friðrik Pálsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG og Ágúst Angantýsson, sérfræðingur hjá KPMG í ófjárhagslegri upplýsingagjöf.

Námskeiðið gefur 2 endurmenntunareiningar í flokknum reikningsskil og fjármál. 

Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur á hvert námskeið. Verði heildarfjöldi þátttakenda undir 10 áskilur KPMG sér rétt til að fella viðkomandi námskeið niður.

Námskeiðsgögn fylgja, en þau eru í nokkrum tilvikum á ensku.
Námskeiðsgjöldin eru undanþegin virðisaukaskatti.
Hægt er að sækja öll námskeiðin eða einstök námskeið.

Skráning fer fram hér. 

Nánari upplýsingar um skráningu og skipulag námskeiða veitir Björk Arnbjörnsdóttir í síma 894-4271 eða í tölvupósti á netfangi barnbjornsdottir@kpmg.is.

informative image