Námskeið - IFRS 16 Leigusamningar

Þriðjudaginn 3. desesmber frá kl. 9:00-11:00

Þriðjudaginn 3. desesmber frá kl. 9:00-11:00

Á námskeiðinu verður farið yfir hagnýt dæmi um útreikninga á leigueign og leiguskuld samkvæmt staðli IFRS 16 um leigusamninga, sem tók gildi frá og með ársbyrjun 2019. Jafnframt verður fjallað um kröfur staðalsins um framsetningu og upplýsingagjöf og farið yfir dæmi í því sambandi.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Jóhann I. C. Solomon, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG og Andri Þór Skúlason, sérfræðingur hjá KPMG.

Námskeiðið gefur 2 endurmenntunareiningar í flokknum reikningsskil og fjármál. 

Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur á hvert námskeið. Verði heildarfjöldi þátttakenda undir 10 áskilur KPMG sér rétt til að fella viðkomandi námskeið niður.

Námskeiðsgögn fylgja, en þau eru í nokkrum tilvikum á ensku.
Námskeiðsgjöldin eru undanþegin virðisaukaskatti.
Hægt er að sækja öll námskeiðin eða einstök námskeið.

Skráning fer fram hér. 

Nánari upplýsingar um skráningu og skipulag námskeiða veitir Björk Arnbjörnsdóttir í síma 894-4271 eða í tölvupósti á netfangi barnbjornsdottir@kpmg.is.

informative image