Námskeið: Áfangaaðgerð og tekjuinnlausn

Föstudaginn 6. desember frá kl. 9:00-11:00 í Borgartúni 27

Föstudaginn 6. desember frá kl. 9:00-11:00 í Borgartúni 27

Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig hátta skuli tekjuinnlausn vegna verksamninga þegar færa skal tekjur yfir tíma. Fjallað verður um aðferðir við mat á framgangi verka auk færslu kostnaðar og innlausnar á tapi. Á námskeiðinu verður fjallað um ákvæði ársreikningalaga og alþjóðlegs reikningsskilastaðals IFRS 15 Tekjur af samningum við viðskiptavini sem skipta máli við beitingu áfangaaðferðarinnar.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sæmundur Valdimarsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG.

Námskeiðið gefur 2 endurmenntunareiningar í flokknum reikningsskil og fjármál. 

Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur á hvert námskeið. Verði heildarfjöldi þátttakenda undir 10 áskilur KPMG sér rétt til að fella viðkomandi námskeið niður.

Námskeiðsgögn fylgja, en þau eru í nokkrum tilvikum á ensku.
Námskeiðsgjöldin eru undanþegin virðisaukaskatti.
Hægt er að sækja öll námskeiðin eða einstök námskeið.

Skráning fer fram hér. 

Nánari upplýsingar um skráningu og skipulag námskeiða veitir Björk Arnbjörnsdóttir í síma 894-4271 eða í tölvupósti á netfangi barnbjornsdottir@kpmg.is.

informative image