close
Share with your friends

Námskeið - IFRS 16 Leigusamningar

KPMG verður með námskeið um ýmis álitamál og hagnýt atriði sem snúa að beitingu reglna IFRS 16 Leigusamningar.

KPMG verður með námskeið um ýmis álitamál og hagnýt atriði sem snúa að beitingu reglna IFRS 16 Leigusamningar. 

Á námskeiðinu verður farið yfir eftirfarandi atriði:

  • Framsetning og upplýsingagjöf vegna IFRS 16 í árshlutareikningum 2019;
  • Leiga á lóðum í eigu sveitarfélaga;
  • Leiga á fasteignum milli félaga innan samstæðu;
  • Ákvörðun leigutíma samkvæmt IFRS 16;
  • Ákvörðun núvirðingarvaxta;
  • Áhrif IFRS 16 á virðisrýrnunarpróf samkvæmt IAS 36 Virðisrýrnun eigna;
  • Útreikningur leigueigna, leiguskulda, afskrifta og vaxtagjalda með IFRS 16 líkani KPMG.

Leiðbeinendur eru Jóhann I. C. Solomon, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG, Magnús G. Erlendsson, verðmatssérfræðingur hjá KPMG og Andri Þ. Skúlason, sérfræðingur í líkanasmíði hjá KPMG.

Alþjóðalegi reikningsskilastaðallinn IFRS 16 Leigusamningar tók gildi í ársbyrjun 2019 og hann felur í sér umtalsverðar breytingar á reglum um færslu rekstrarleigusamninga í reikningsskilum leigutaka, sem í flestum tilvikum munu þurfa að reikna og færa eignir, skuldir, afskriftir og vaxtagjöld í samræmi við reglur staðalsins. Miðað við gildandi lög nr. 3/2006 um ársreikninga teljum við að reglur IFRS 16 gilda bæði fyrir félög sem semja reikningsskil sín í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og félög sem semja reikningsskil sín í samræmi við ársreikningalög.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐIÐ

Námskeiðið gefur 2 endurmenntunareiningar í flokknum reikningsskil og fjármál.

KPMG áskilur sér rétt til að fella námskeiðið niður verði heildarfjöldi þátttakenda undir 10.

Nánari upplýsingar um skráningu og skipulag námskeiða veitir Björk Arnbjörnsdóttir í síma 894-4271 eða í tölvupósti á netfangi barnbjornsdottir@kpmg.is.

Tengiliðir

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði