close
Share with your friends

Alþjóðlegur skattaréttur - fróðleiksfundur

Þann 30. apríl nk. heldur KPMG fróðleiksfund á þriðjudegi. Fjallað verður um þróun á vettvangi alþjóðlegra skattareglna og innleiðingu á Íslandi.

30 Apríl 2019, 8.30 - 10.00, UTC Reykjavík, Ísland

Þann 30. apríl nk.  heldur KPMG fróðleiksfund á þriðjudegi þar sem fjallað verður um þróun á vettvangi alþjóðlegra skattareglna og innleiðingu þeirra á Íslandi.

Það er óhætt að segja að reglur alþjóðlegs skattaréttar komi oftar við sögu en margir gera sér grein fyrir. Segja má að á þær reyni, með einum eða öðrum hætti, í hvert sinn sem viðskipti eiga sér stað yfir landamæri.

Á fundinum verður fjallað um BEPS aðgerðaráætlunina (e. Base Erosion and Profit Shifting) sem hefur haft gríðarlega mikil áhrif á alþjóðlegan skattarétt. Í raun er rétt að tala um ástandið fyrir og eftir BEPS. Leikreglur alþjóðlegs skattaréttar hafa verið samræmdar og lokað fyrir glufur og veikleika í kerfinu. Skattyfirvöld hafa fengið fleiri verkfæri til að sporna gegn rýrnun skattstofna og tilfærslu hagnaðar. Á sama tíma hefur upplýsingagjöf til skattyfirvalda stóraukist og leynd verið aflétt. Þessar umfangsmiklu breytingar hafa þó ekki allar komið að fullu til framkvæmdar en búast má við að það breytist á komandi misserum.

Boðið er upp á léttan morgunverð og er þátttaka án endurgjalds, en þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á fróðleiksfundinn

Við hlökkum til að taka á móti þér.

Tengiliðir

Alþjóðlegur skattaréttur - fróðleikur á þriðjudegi

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði