close
Share with your friends

IFRS 9 Fjármálagerningar fyrir önnur ft. en fjármálaft.

IFRS 9 Fjármálagerningar - fyrir önnur fyrirtæki en fjármálafyrirtæki (e. for corporates)

5 Desember 2018, 9.00 - 11.00, UTC Reykjavík, Ísland

Á námskeiðinu verður farið yfir reglur staðalsins IFRS 9 þar sem áhersla verður lögð á beitingu þeirra hjá öðrum fyrirtækjum en fjármálafyrirtækjum. Farið verður yfir gildissvið staðalsins, reglur sem gilda um flokkun og mat fjáreigna og fjárskulda, áhættuvarnarreikningsskil, innleiðingu og  upplýsingagjöf.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Jóhann I. C. Solomon, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG og Svanhildur Skúladóttir, sérfræðingur í reikningsskilum hjá KPMG.

Verð: 12.900 kr.

Námskeiðið gefur 2 endurmenntunareiningar í flokknum reikningsskil og fjármál fyrir löggilta endurskoðendur.

 

 

Hámarksfjöldi: 29 þátttakendur á hvert námskeið.
Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur á hvert námskeið (verði heildarfjöldi þátttakenda undir 10 áskilur KPMG sér rétt til að fella viðkomandi námskeið niður).

Námskeiðsgögn fylgja, en þau eru í nokkrum tilvikum á ensku.
Námskeiðsgjöldin eru undanþegin virðisaukaskatti.

Hægt er að sækja öll námskeiðin eða einstök námskeið.

Skráning fer fram hér

Nánari upplýsingar um skráningu og skipulag námskeiða veitir Björk Arnbjörnsdóttir í síma 894-4271 eða í tölvupósti á netfangi barnbjornsdottir@kpmg.is.

Tengiliðir

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði