close
Share with your friends

KPMG og Nasdaq bjóða til morgunverðarfundar

KPMG og Nasdaq á Íslandi boða til morgunverðarfundar um First North markaðinn og tækifærin sem þar felast.

3 Maí 2018, 8:30Fyrir hádegi - 10:00Fyrir hádegi, GMT Reykjavík, Ísland

Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum KPMG að Borgartúni 27, 8. hæð. 

 

Erindin verða eftirfarandi: 

Hvað er First North?
Páll Harðarson hjá Nasdaq segir frá First North markaðinum almennt og hvernig þróunin á markaðnum gæti orðið hér á landi á næstu árum.  

Hvers vegna First North? 
Svanbjörn Thoroddsen hjá KPMG mun segja okkur frá þeim tækifærum sem felast á First North og ávinningum fyrirtækja af skráningu á First North. 

Reynslan af First North? 
Jón Ágúst Þorsteinsson hjá Klöppum segir okkur reynslusögu sína af skráningu nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækis á First North. 

Pallborð
Í kjölfar erindanna verða pallborðsumræður um málefnið þar sem Hekla Arnardóttir hjá Crowberry Capital og Svana Gunnarsdóttir hjá Frumtaki bætast í hóp fyrirlesara í pallborðið. 

Fundarstjóri er Soffía Eydís Björgvinsdóttir sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs KPMG. 

 

Þátttaka á fundinum er án endurgjalds en skráning fer fram hér.

 

Skráning á First North og þau tækifæri sem í henni felast

Á innan við ári hafa tvö ólík félög verið skráð á First North markaðinn hér á landi með góðum árangri. Annars vegar nýsköpunarfyrirtækið Klappir Grænar Lausnir sem þróar, selur og innleiðir hugbúnaðarlausnir á sviði umhverfismála og hins vegar fjárfestingarbankinn Kvika. Þar áður var félagið Icelandic Seafood International skráð á árinu 2016, sem er sölu- og markaðsfyrirtæki í útflutningi á sjávarafurðum. Þessi þrjú félög ásamt Hampiðjunni og Sláturfélagi Suðurlands skipa First North markaðinn á Íslandi. Ljóst er að þessi fimm félög eru eins ólík og þau eru mörg sem sýnir að skráning á First North getur hentað mörgum öðrum félögum. Það fæst enn frekar staðfest þegar litið er til virkra First North markaða erlendis, en t.a.m. í Svíþjóð eru um 250 félög skráð á First North, af öllum stærðum og gerðum. 

Vannýtt tækifæri hérlendis? 

Hins vegar hafa félög hér á landi ekki nýtt sér þau fjölmörgu tækifæri sem felast í skráningu á First North. Það virðist vera algengur misskilningur í hugum margra hér á landi að félög þurfi að vera af ákveðinni stærð til að huga að skráningu á markað. Það kann að vera raunin þegar litið er til Aðalmarkaðarins en er fjarri sanni þegar kemur að First North markaðnum sem er sérsniðinn þörfum vaxtarfyrirtækja sem eru að taka sín fyrstu skref á verðbréfamarkaði. Skráning Klappa á síðasta ári er dæmi um að skráning á First North getur hentað litlum félögum með stutta rekstrarsögu. Félögum skráðum á First North er veittur aðgangur að þeim kostum sem fylgja því að vera á markaði, s.s. beinn aðgangur að breiðari hópi fjárfesta sem auðveldar fjármögnun og gerir félögunum kleift að þróa reksturinn hraðar en ella væri kostur. Skráningarferlið er einfaldara, skyldur fyrirtækja til upplýsingagjafar eru minni en á Aðalmarkaði og minni kröfur eru gerðar til stærðar og dreifingar á eignarhaldi félagsins. 

Fjölþættur ávinningur

Ávinningur af skráningu á First North er fjölþættur, hvort sem litið er til félagsins sjálfs, hluthafa þess eða væntra fjárfesta. Skráningin getur verið mikilvægt skref í framtíðarvexti fyrirtækis og eflt ásýnd þess bæði hér á landi og erlendis. Þá gerir skráning félögum kleift að sækja fjármagn til breiðari hóps fjárfesta, s.s. lífeyris- og verðbréfasjóða. Síðast en ekki síst er líklegra að skráning fangi athygli erlendra fjárfesta,  þar sem ákveðinn gæðastimpill er fólginn í því að vera skráð félag á hlutabréfamarkaði Nasdaq. Skráningarferlið felur í sér mikið þroskaferli fyrir félög og býr til umgjörð utan um samræmda upplýsingagjöf til hluthafa og markaðarins. Af skráningu leiðir að bæði verðmyndun og seljanleiki hlutabréfa verður skilvirkari sem eitt og sér getur stuðlað að hærra markaðsvirði þeirra.

 

Tengiliðir

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði