close
Share with your friends

Skrifstofuþjarkar (e. RPA). Ný hugsun - ný aðferðafræði

Óhætt er að segja að miklar breytingar séu að eiga sér stað í rekstrarumhverfi fyrirtækja og stofnana og spilar ör tækniþróun þar stórt hlutverk.

15 Mars 2018, 8:30Fyrir hádegi - 10:00Fyrir hádegi, GMT Reykjavík, Ísland

Óhætt er að segja að miklar breytingar séu að eiga sér stað í rekstrarumhverfi fyrirtækja og stofnana og spilar ör tækniþróun þar stórt hlutverk. 

Á þessum fróðleiksfundi verður Benedikt K. Magnússon, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG á Íslandi, með stuttan inngang um þessar nýju áskoranir og hvernig þær hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækja og stofnana. Að því loknu mun Rasmus Petersen, ráðgjafi hjá KPMG á Íslandi, fjalla um af hverju við ættum að hagnýta okkur þessa nýju tækni, í hverju hún felst og hvernig við getum tekið fyrstu skrefin. Rasmus hóf störf hjá KPMG í upphafi árs, en hann býr yfir mikilli reynslu af innleiðingu og hagnýtingu á þessari nýju tækni / RPA eftir að starfað á þessu sviði fyrir ólík/margvísleg fyrirtæki og stofnanir á Norðurlöndunum. Erindi hans verður á ensku. 

Er þetta ekki bara fyrir tölvudeildina? 

Þó að margir tengi eðlilega "robotics process automation" eða RPA við verkefni á sviði upplýsingatæknideilda, þá er ástæðan fyrir miklum áhuga á þessum lausnum sú, að hröð innleiðing þeirra er oft á tíðum leidd af öðrum rekstrareiningum með stuðningi upplýsingatækniteyma og ávinningurinn skilar sér hraðar en hefðbundin UT verkefni. Þannig að svarið er NEI, þetta er fyrir alla þá aðila sem hafa áhuga á að auka hraða, gæði og skilvirkni í starfsumhverfi.

Boðið er upp á morgunverð og er þátttaka án endurgjalds.

Vinsamlegast skráið þátttöku hér.

Við hlökkum til að taka á móti þér.

KPMG

Tengiliðir

Hafðu samband