Skattafróðleikur vítt og breitt um landið - KPMG Ísland
close
Share with your friends

Skattafróðleikur vítt og breitt um landið

Skattafróðleikur vítt og breitt um landið

30 Janúar 2018 - 1 Mars 2018, 11:40Fyrir hádegi - 11:40Fyrir hádegi, GMT Reykjavík, Ísland

Efnistök á skattafróðleiksfundunum sem framundan eru

Nýlegar breytingar á skattalögum og þær breytingar sem hafa verið boðaðar á þessu ári 

Ýmsar breytingar hafa orðið á skattalögum á síðastliðnu ári og á fróðleiksfundunum verður farið yfir helstu breytingar og það sem er efst á baugi í skattamálum hér á landi. Ný ríkisstjórn hefur boðað ýmsar breytingar og við fjöllum aðeins um þær.

Ferðaþjónustan og önnur málefni sem eru á borðum skattasérfræðinga KPMG 

Málefni tengd ferðaþjónustu verða til umfjöllunar en þau hafa verið mikið í umræðunni, ekki síst þær áskoranir sem eru uppi tengd afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Við fjöllum einnig um áherslur skattyfirvalda í eftirliti, þau málefni sem hafa verið til skoðunar og hvað við sjáum að er helst að fara úrskeiðis þegar kemur að skattamálum fyrirtækja. 

Skattálagning og eftirlit til framtíðar og áhrif þróunar í tæknimálum

Við veltum aðeins fyrir okkur hvernig skatteftirlit hefur verið að breytast í löndunum í kringum okkur og spáum í hvaða áhrif tækniþróunar verða á skatteftirlit til framtíðar. Ný löggjöf samfara nýrri tækni er að gjörbylta skatteftirliti og skattálagningu. 

Að venju verður skattabæklingi KPMG dreift frítt, en hann er aðgengilegt hjálpargagn þegar kemur að upplýsingum um skatta og skyldur einstaklinga og fyrirtækja.

Skattafróðleikir vítt og breitt um landið

Stykkishólmur 15. mars - kl. 16:00 (Þátttaka er án endurgjalds, en vinsamlegast skráið ykkur hér.)

Ísafjörður (NÝTT) 1. mars - kl. 13:00 (lokið)

Reykjavík 25. janúar - kl. 8:30 (lokið)

Egilsstaðir 30. janúar - kl. 15:00 (lokið)

Selfoss 6. febrúar - kl. 14:00 (lokið)

Akureyri 9. febrúar - kl. 9:00 (lokið)

 

Reykjavík 15. febrúar - kl. 8:30  (lokið)

Borgarnes 15. febrúar - kl. 15:00 (lokið)

Vestmannaeyjar 22. febrúar - kl. 16:00. Á sama tíma fögnum við flutningi í nýtt skrifstofurými í Þekkingarsetri Vestmannaeyja að Ægisgötu 2. (lokið)

Reykjanesbær 23. febrúar - kl. 9:00 (lokið)

Sauðárkrókur 27. febrúar - kl. 14:00 (lokið)

Tengiliðir

Skattafróðleikur KPMG vítt og breitt um landið

Hafðu samband