Nýársmálstofa um samkeppnishæfni í ferðaþjónustu - KPMG Ísland
close
Share with your friends

Nýársmálstofa um samkeppnishæfni í íslenskri ferðaþjónustu

Íslenski ferðaklasinn og KPMG bjóða til málstofu um samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu með áherslu á rekstrar og tækniþekkingu fyrirtækja.

23 Janúar 2018, 8:30Fyrir hádegi - 10:00Fyrir hádegi, GMT Reykjavík, Ísland

Íslenski ferðaklasinn og KPMG bjóða til málstofu um samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu með áherslu á rekstrar og tækniþekkingu fyrirtækja, samvinnu í samkeppni og aukna skilvirkni fyrirtækja. Boðið verður uppá hressingu fyrir fundinn og eru áætluð fundarlok um kl. 10:00

Dagskrá:

  • Áskoranir dagsins í dag – hvaða fyrirtæki munu lifa af?
    Alexander Edvardsson, meðeigandi á skatta- og lögfræðisviði KPMG mun fara yfir helstu áskoranir íslenskrar ferðaþjónustufyrirtækja s.s. kostnaðarhækkanir, gengismál, aðgang að fjármagni, virðisaukaskatt o.fl. Eru samruni og hagræðing lykilorðin næstu misserin?
  • Framtíð ferðaþjónustunnar – hvað hefur breyst og hvernig búum við okkur undir framtíðina?
    Sævar Kristinsson, verkefnastjóri á ráðgjafarsviði KPMG mun fjalla um sviðsmyndir um framtíð ferðaþjónustunnar sem unnar voru árið 2016. Hvað hefur breyst síðan sviðsmyndirnar voru gerðar? Hvað á mitt fyrirtæki að gera til að undirbúa sig undir framtíðina?

Til viðbótar við valinkunna sérfræðinga frá KPMG munu Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor í stefnumótun og samkeppnishæfni við Háskóla Íslands halda erindi.

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans mun stýra málstofunni sem er hluti af heimsóknarröð til félaga ferðaklasans en KPMG er einn af stofnaðilum hans.

Fundurinn er opin öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér öflugt samstarf í ferðaþjónustu, hverju það getur skilað og afhverju það skiptir máli fyrir samkeppnishæfni til lengri tíma.

Tengiliðir

Hafðu samband