Námskeið: Samstæðureikningsskil - KPMG Ísland
close
Share with your friends

Námskeið: Samstæðureikningsskil

Á námskeiðinu verður fjallað um gerð samstæðureikningsskila ásamt færslu á eignarhlutum í dóttur og hlutdeildarfélögum.

8 Desember 2017, 9:00Fyrir hádegi - 11:55Fyrir hádegi, GMT Reykjavík, Ísland

Á námskeiðinu verður fjallað um gerð samstæðureikningsskila ásamt færslu á eignarhlutum í dóttur- og hlutdeildarfélögum. 

Meðal efnis verður:

  • Umfjöllun um upplýsingagjöf og þær reikningsskilareglur sem gilda um gerð samstæðu og meðferð eignarhluta í dóttur- og hlutdeildarfélögum samkvæmt ársreikningalögum og IFRS.
  • Hlutdeildaraðferð með áherslu á hvernig taka eigi tillit til viðskipta milli móður- og dótturfélaga.
  • Samstæðufærslur vegna óinnleysts hagnaðar í birgðum og fastafjármuna vegna viðskipta milli félaga í samstæðu.
  • Hagnýt atriði við gerð samstæðuvinnupappírs.
  • Færsla erlendra dótturfélaga í samstæðu og reglur um þýðingu ársreiknings úr einum gjaldmiðli yfir í annan.

Áhersla verður lögð á að leggja fyrir stutt og hagnýt dæmi sem þátttakendur leysa sjálfir á námskeiðinu og farið verður yfir úrlausnir jafnóðum.

Leiðbeinandi er Árni Claessen, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG.

Námskeiðið gefur 3 endurmenntunareiningar í flokknum reikningsskil og fjármál.

Verð: 15. 900 kr.

Hægt er að skrá sig á námskeiðin hér.

Tengiliðir

Hafðu samband