close
Share with your friends

Námskeið: IFRS 16 Leigusamningar

Á námskeiðinu verður fjallað um nýjan staðal um leigusamninga sem kann að hafa veruleg áhrif á reikningsskil leigutaka

5 Desember 2017, 9:00Fyrir hádegi - 11:00Fyrir hádegi, GMT Reykjavík, Ísland

Á námskeiðinu verður fjallað um nýjan staðal um leigusamninga sem kann að hafa veruleg áhrif á reikningsskil leigutaka, bæði félaga sem gera reikningsskil sín í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla og þeirra sem beita ársreikningalögum. Á námskeiðinu verður farið yfir gildissvið staðalsins og undanþágur, skilgreiningar á leigusamningum, reikningsskil leigutaka og leigusala, innleiðingu staðalsins og helstu áhrif staðalsins á reikningsskil og lykiltölur.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Jóhann I. C. Solomon, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG.

Námskeiðið gefur 2 endurmenntunareiningar í flokknum reikningsskil og
fjármál.

Verð: 11. 900 kr.

Hægt er að skrá sig á námskeiðin hér.

Tengiliðir

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði