Námskeið: Nýir staðlar og breytingar á stöðlum - KPMG Ísland
close
Share with your friends

Námskeið: Nýir staðlar og breytingar á stöðlum

Á námskeiðinu verður farið í stuttu máli yfir nýja reikningsskilastaðla og túlkanir og breytingar á stöðlum.

15 Desember 2017, 9:00Fyrir hádegi - 11:00Fyrir hádegi, GMT Reykjavík, Ísland

Á námskeiðinu verður farið í stuttu máli yfir nýja reikningsskilastaðla og túlkanir og  breytingar á stöðlum. Farið verður í stuttu máli yfir eftirfarandi:

  • Átak í upplýsingagjöf – viðbætur við staðal IAS 7 Sjóðstreymisyfirlit, sem gildir frá og með reikningsárinu 2017;
  • IFRS 9 Fjármálagerningar, sem gildir frá og með reikningsárinu 2018;
  • IFRS 15 Tekjur af samningum við viðskiptavini, sem gildir frá og með reikningsárinu 2018;
  • IFRS 16 Leigusamningar, sem gildir frá og með reikningsárinu 2019;
  • IFRIC 22 Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum og fyrirframgreiðslur, sem gildir frá og með reikningsárinu 2018 ef túlkunin verður staðfest af Evrópusambandinu;
  • IFRIC 23 Óvissa tengd tekjuskatti, sem gildir frá og með reikningsárinu 2019 ef túlkunin verður staðfest af Evrópusambandinu;
  • Stöðu annarra opinna verkefna hjá Alþjóðareikningsskilaráðinu (IASB) og Alþjóðatúlkunarnefndinni (IFRS Interpretations Committe).

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Jóhann I. C. Solomon og Unnar Friðrik Pálsson, löggiltir endurskoðendur hjá KPMG. 

Námskeiðið gefur 2 endurmenntunareiningar í flokknum reikningsskil og fjármál.

Verð: 11. 900 kr.

Hægt er að skrá sig á námskeiðin hér.

Tengiliðir

Hafðu samband