IFRS 15 og IFRS 16 | KPMG | IS
close
Share with your friends

IFRS 15 og IFRS 16

KPMG býður til morgunverðarfundar með einum mesta IFRS sérfræðingi KPMG á heimsvísu, Brian O‘Donovan.

1 Júní 2017, 8:30Fyrir hádegi - 10:00Fyrir hádegi, GMT Reykjavík, Ísland

KPMG býður til morgunverðarfundar þar sem einn mesti IFRS sérfræðingur KPMG á heimsvísu, Brian O‘Donovan, mun fjalla um álitamál og praktísk atriði sem snúa að innleiðingu og beitingu tveggja nýrra reikningsskilastaðla, IFRS 15 Tekjur af samningum við viðskiptavini og IFRS 16 Leigusamningar.

Staðallinn IFRS 15 mun gilda um færslu tekna af sölu á vörum og þjónustu frá 1. janúar 2018 og staðallinn IFRS 16 mun gilda um færslu leigusamninga frá 1. janúar 2019.

Brian O‘Donovan er partner hjá KPMG International Standards Group, með aðsetur í London, þar sem hann gegnir áhrifamiklu hlutverki í þróun leiðbeininga KPMG vegna beitingar á IFRS 15 og IFRS 16. Brian er varaformaður í tveimur hnattrænum sérfræðingateymum KPMG, annars vegar um IFRS 15 og hins vegar um IFRS 16. Hann er jafnframt í vinnuhópi sem heitir „Joint Transition Resource Group for Revenue Recognition“ („TRG“), sem Alþjóðareikningsskilaráðið (IASB) og Bandaríska reikningsskilaráðið (FASB) hafa skipað vegna innleiðingar á IFRS 15. 

Þátttaka er án endurgjalds og veitir einingar hjá FLE.

Við hlökkum til að taka á móti þér.

Tengiliðir

Hafðu samband

 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn