Auður Þórisdóttir

Partner

KPMG á Íslandi

Partner á endurskoðunarsviði og forstöðumaður áhættustýringar og óhæðis hjá KPMG Íslandi (risk management & ethics and independence partner).

Auður hefur starfað hjá KPMG með hléum frá árinu 1987. Hún var sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG á Íslandi árin 2006 til 2013 og hefur borið ábyrgð á áhættustýringu og óhæðismálum hjá félaginu síðan 2013.

Auður hefur víðtæka reynslu af endurskoðun á skráðum félögum, félögum með flókin upplýsingatæknikerfi, samstæðum, alþjóðlegum viðskiptavinum og félögum sem gera upp samkvæmt IFRS. Hún hefur m.a. verið endurskoðandi Icelandair Group hf., Actavis Group hf., Eik fasteignafélags hf., HB Granda hf. og var endurskoðandi Landsvirkjunar hf. fyrir árin 2011 til 2013.

Auður hefur verið virk í starfi Félags löggiltra endurskoðenda og setið í stjórn félagsins.