Árni Þór hóf störf hjá KPMG í nóvember 2014 við upplýsingatækniráðgjöf á ráðgjafarsviði.
Áður starfaði hann sem ráðgjafi hjá Kaptio ehf. árin 2013-2014 með áherslu á hugbúnaðarlausnir í skýinu og viðskiptatengslastjórnun með Salesforce.com.
Á árunum 2008-2013 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Lausnasviðs hjá Opnum kerfum og bar ábyrgð á viðskiptaeiningunum útvistun og hýsing, ráðgjöf og þjónusta við grunnkerfi, ráðgjöf og þjónusta við hugbúnaðarlausnir og sala hugbúnaðar. Hann bar ábyrgð á áætlanagerð, kostnaðareftirliti og uppbyggingu viðskiptaeininga auk daglegrar stýringar og samningagerðar.
Á árunum 2002-2008 starfaði Árni sem hugbúnaðarsérfræðingur, ráðgjafi, verkefnastjóri og forstöðumaður Microsoft lausna hjá Opnum kerfum og bar m.a. ábyrgð á verkefnum sem sem snéru að útfærslu á viðskiptaferlum og samþættingu hugbúnaðarkerfa.
Hægt er að hafa samband við Árna á netfanginu arnijonsson@kpmg.is
-
B.Sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík
-
B.Sc. Physiotherapy, Háskóli Íslands
-
IPMA Level D frá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands
-
ITIL Certificate í IT Service Management frá Exin