close
Share with your friends
Web structure of colorful lights or dots against blue background

Staðan á skynvæddri sjálfvirkni

Staðan á skynvæddri sjálfvirkni

Til að skynvædd sjálfvirkni nái þeim árangri sem ætlast er til er mikilvægt að draga lærdóm af mistökum annarra.

Með þróun skilvirkrar sjálfvirknivæðingar er mikilvægt að læra af mistökum annarra.

Easing the pressure points: The state of intelligent automation, er skýrsla sem KPMG International og HFS Research gáfu út fyrir stuttu. Þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, þar á meðal niðurstöður úr spurningakönnun sem lögð var fyrir 600 stjórnendur í 13 löndum varðandi stöðu innleiðingar á skynvæddri sjálfvirkni (IA). Greinin sýnir mikilvægi stefnumótunar samhliða innleiðingu þessara lausna, auk þess sem hún dregur fram helstu áskoranir við að ná þeim árangri og verðmætasköpun sem tæknin ætti að geta staðið undir.  

Til að skynvædd sjálfvirkni nái þeim árangri sem stjórnendur ætlast til er mikilvægt að draga lærdóm af mistökum þeirra sem hafa verið fyrstir til. Eftirfarandi atriði lýsa því sem stjórnendur töldu helst hafa farið úrskeiðis. Ef hugsað hefði verið fyrir þessum atriðum er líklegt að niðurstöður hefðu verið þeim mun jákvæðari: 
 

  • Flest fyrirtækjanna höfðu innleitt tæknina en vantaði betri samþættingu og forgangsröðun. 
  • Stjórnendur eru öryggir um að þeir geti skalað tæknina á eigin spýtur en engu að síður er skölun ein stærsta áskorunin. 
  • Stjórnendur vilja nýta tæknina til að auka tekjur og bæta upplifun viðskiptavina en eru samt aðallega að hagnýta tæknina á stoðsviðum. 
  • Þekkingargloppur innan fyrirtækjanna og þá helst í tengslum við vélanám (e. Machine Learning) og gervigreind eru að koma í veg fyrir vöxt skynvæddrar sjálfvirkni innan fyrirtækja.
  • Þó allir sjái notkunarmöguleika skynvæddrar sjálfvirkni og hvernig hún muni breyta því hvernig við vinnum þá hefur fæstum tekist að ákvarða hvernig best sé að takast á við áhrif innleiðingarinnar.
     

Þrátt fyrir allt eru stjórnendur meðvitaður um nauðsyn þess að forgangsraða fjárfestingum í skynvædda sjálfvirkni. Þeir gera sér grein fyrir að þessi tækni kann að hafa mikil áhrif á samkeppnishæfni þeirra í framtíðinni. Þessi skýrsla er því gagnlegt innlegg í undirbúning og skipulagningu stafrænu vegferðarinnar, ekki síst til að fyrirbyggja mistök sem önnur fyrirtæki hafa þegar gert.