close
Share with your friends

Saga KPMG

Saga KPMG

KPMG var stofnað 1987 með sameiningu Peat Marwick International (PMI) og Klynveld Main Goerdeler (KMG) og þeirra félaga.

KPMG var stofnað 1987.

Hægt er að rekja sögu þessara fyrirtækja aftur í þrjár aldir í gegnum nöfn stofnenda þeirra.

Hvað stendur KPMG fyrir?

Árið 1911, tóku William Barclay Peat & Co. og Marwick Mitchell & Co. saman höndum og stofnuðu það sem seinna var þekkt sem Peat Marwick International (PMI), alþjóðlegt net endurskoðenda og ráðgjafafyrirtækja. 

Árið 1979, sameinuðu Klynveld og Deutsche Treuhand-Gesellschaft krafta sína og ásamt hinu alþjóðlega fyrirtæki McLintock Main Lafrentz og stofnuðu Klynveld Main Goerdeler (KMG).  

Árið 1987 voru PMI og KMG ásamt þeirra félögum sameinuð. Í dag bera öll aðildarfélögin nafn KPMG annað hvort eingöngu eða að hluta með eigin fyrirtækjanafni. 

K stendur fyrir Klynveld. Piet Klynveld stofnaði endurskoðendafyrirtækið Klynveld Kraayenhof & Co. í Amsterdam árið 1917. 

P stendur fyrir Peat. William Barclya Peat stofnaði endurskoðendafyrirtækið William Barclay Peat & Co. í London árið 1870.   

M stendur fyrir Marwick. James Marwick stofnaði endurskoðendafyrirtækið Marwick, Mitchell & Co. með Roger Mitchell í New York borg árið 1897.  

G stendur fyrir Goerdeler. Dr. Reinhard Goerdeler var stjórnarformaður Deutsche Treuhand-Gesellschaft og seinna stjórnarformaður KPMG. Hans er minnst fyrir framlagið í KPMG sameininguna.