Gæðaeftirlit og óhæði
Gæðaeftirlit og óhæði
KPMG á Íslandi starfar samkvæmt gæðakröfum, þar á meðal kröfum um óhæði, sem byggðar eru á stöðlum alþjóðlegra samtaka endurskoðenda.
KPMG á Íslandi starfar samkvæmt gæðakröfum.
KPMG á Íslandi starfar samkvæmt gæðakröfum, þar á meðal kröfum um óhæði, sem byggðar eru á stöðlum alþjóðlegra samtaka endurskoðenda (International Federation of Accountants – IFAC).
Að því er gæðaeftirlit varðar starfar KPMG á Íslandi í samræmi við kerfi sem KPMG International mælir fyrir um og er í samræmi við grundvallarkröfur alþjóðlegra staðla (International Standard on Quality Control 1 (ISQC)). Þær grundvallarkröfur sem gilda um starfsemi KPMG ná til eftirfarandi þátta:
- Forystu og gæðastjórnunar.
- Óhæðis og siðferðis.
- Samþykkis viðskiptavina og verkefna og áframhaldandi viðskipta.
- Framkvæmdar einstakra verkefna.
- Starfsmannamála.
- Eftirlits og framkvæmdar laga og reglna.
KPMG lítur svo á að áhættu- og gæðastjórnun sé á ábyrgð sérhvers eiganda og starfsmanns félagsins. Eðlislægur þáttur í þessari ábyrgð er nauðsyn þess að skilja og fylgja af árvekni reglum sem KPMG International setur og einnig reglum sem KPMG á Íslandi setur í samræmi við íslensk lög og reglur.