Ábyrgð stjórna í ólgusjó

Fimmtudaginn 28. maí sl. var haldinn veffundur á vegum KPMG þar sem fjallað var um ábyrgð stjórna í ólgusjó.

Á fundinum var m.a. fjallað um hvaða áhrif COVID-19 hefur á hlutverk stjórnarmanna, viðbrögð stjórnar við hættuástandi, þær áhættur sem blasa við stjórnarmönnum og við hvaða aðstæður gæti reynt á ábyrgð stjórnarmanna.

Um efnið fjölluðu þau:

Helga Harðardóttir, partner á ráðgjafarsviði KPMG
Höskuldur Eiríksson, partner hjá KPMG lögmönnum
Svanbjörn Thoroddsen, stjórnarformaður KPMG

Sérstakur gestur fundarins var Kristín Friðgeirsdóttir, alþjóðlegur stjórnendaráðgjafi, stjórnarmaður í m.a. TM, Distica og Völku og fyrrverandi stjórnarformaður Haga. Kristín gegnir einnig prófessorsstöðu við London Business School.

Hér má nálgast upptökuna af fundinum.