Sævar Kristinsson

Verkefnastjóri á ráðgjafarsviði

KPMG á Íslandi

Sævar hefur starfað með KPMG frá maí 2013 með sérstaka áherslu á sviðsmyndagerð, stefnumótun og rekstrarstjórnun. Hann var áður framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Netspors í 12 ár.

Sævar hefur sérhæft sig í ráðgjöf á sviði framtíðarfræða með áherslu á sviðsmyndagerð, breytingastjórnun og stefnumótun. Hann hefur leitt umbreytingarferli og sameiningu fyrirtækja og stofnana og unnið á sérsviðum sínum með ýmsum af stærstu fyrirtækjum landsins ásamt ráðuneytum og sveitarfélögum.

Ferðaþjónustan hefur verið meginstarfsgrein hans frá því hann hóf ráðgjafastörf og hefur hann unnið með aðilum um allt land með þeirri starfsgrein.

Sævar hefur kennt framtíðarfræði og sviðsmyndagerð ásamt stefnumótun og rekstrarstjórnun við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og á Bifröst. Hann er meðhöfundur ýmissa rita um viðskiptatengd efni þ.m.t. bókinni “Framtíðin – frá óvissu til árangurs”, sem fjallar um notkun sviðsmynda við stefnumótun og áætlanagerð. 

  • Cand. Oecon frá Háskóla Íslands

  • MBA frá Háskólanum í Reykjavík