Eva M Kristjánsdóttir

Verkefnastjóri

KPMG á Íslandi

Eva hóf störf hjá KPMG í nóvember 2015 í upplýsingatækniráðgjöf. Áður starfaði Eva á viðskiptaskrifstofu sendiráðs Bretlands á Íslandi árin 2013-2015 við viðskipta- og fjárfestingaráðgjöf til breskra fyrirtækja. Áárunum 2008-2012 starfaði Eva hjðá utnaríkisráðuneytinu, lengst af á viðskiptaskrifstofu ráðuneytisins.

Hjá KPMG hefur Eva unnið að margvíslegri ráðgjöf og staðfestingavinnu í upplýsingatækni, svo sem innri og ytri tölvuendurskoðun, ISAE 3402 (SOC), úttektum á fylgni við tilmæli FME um rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila, auk úttekta á persónuverndarmálum (GDPR) ásamt innleiðingarverkefnum og vottunarúttektum skv. staðlinum ISO 27001 um stjórnkerfi upplýsingaöryggis. Þá hefur hún komið að verkefnum í áhættugreiningu og mótun áhættustefnu.

  • M.Sc. International Business

  • B.A. Japanska og stjórnmálafræði

  • Certified ISO 27001 Lead Auditor