Hjálmur Hjálmsson

Ráðgjafi

KPMG á Íslandi

Hjálmur hefur verið ötull talsmaður breyttra starfshátta og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða undanfarin ár.

Hjálmur hóf störf hjá KPMG í ágúst 2020.  Hjálmur starfaði áður hjá Þekkingu þar sem hann gegndi lengst af stöðu vörustjóra Microsoft lausna. Hjálmur starfaði síðast sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent. ​

Hjálmur hefur verið ötull talsmaður breyttra starfshátta og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða undanfarin 7 ár. Hann er annar tveggja kennara sem fyrstir fengu APD vottun frá Apple og fyrsti Íslendingurinn sem fékk MIE vottun frá Microsoft. Undanfarin misseri hefur Hjálmur hjálpað fjölda fyrirtækja í innleiðingu á Office 365 skrifstofuhugbúnaði og m.a. aðstoðað Fjármála- og efnahagsráðuneytið að skipuleggja slíka innleiðingu fyrir allar A-hluta stofnanir ríkisins. 

Reynsla

Hjálmur hefur víðtæka reynslu af fjölbreyttum verkefnum í upplýsingatækni​. 

  • Stýrði fyrstu spjaldtölvuinnleiðingunni í grunnskóla á Íslandi​ 
  • Skrifaði innleiðingarhandbók fyrir Fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna Office 365 innleiðingar ríkisins. ​
  • Undirbúningur fyrir stafræna stefnumótun hjá ráðuneyti​
  • Tekið þátt í fjölda stefnumótunarverkefnum fyrir opinbera aðila og fyrirtæki

Menntun

  • M.Sc í Vatnafræði og Vatnajarðfræði frá Stockholm University
  • B.Ed. Í kennslufræðum frá Háskóla Íslands